Vinnslulausnir í fiskiskip

LAVANGO ehf býður vinnslulausnir í fiskiskip sem miða að því að tryggja gæði hráefnis frá veiðum til vinnslu. Í boði eru stakar vélar sem tryggja rétta meðferð hráefnis uppí heildarkerfi sem eru sérhönnuð í hvert sinn eftir stærð skipa og óskuðu vinnsluferli hráefnis. Dæmi um vélbúnað má nefna færibönd, blæðingar-og kælitankar, slægingarlínur, meðaflakör og annar tengdur búnaður. Hafið samband við sölumenn LAVANGO ehf og látið okkur aðstoða við hönnun og val á hentugri lausn fyrir þitt skip.