Framleiðsla búnaðar fyrir LAVANGO ehf

Sérframleiddur vélbúnaður

LAVANGO ehf býður vélabúnaðarframleiðendum sérframleiðslu (privat label) á tækjabúnaði samkvæmt þeirra eigin hönnun. Hagur vélbúnaðarframleiðenda að geta útvistað framleiðslu á stökum vélahlutum eða fullsmíðaðuðum lausnum er ótvíræður og getur nýst fyrirtækjum vel sem þurfa að dreifa álagi á eigin framleiðslu þegar mikið liggur við. Eins er þetta hagstæðari valmöguleiki í stað þess að byggja upp eigin stálsmíði utaná aðra kjarnastarfsemi viðkomandi fyrirtækis. Búnaðurinn er framleiddur hjá samstarfsaðila LAVANGO ehf, LAVANGO Group í Litháen sem er sérhæft fyrirtæki í framleiðslu vélbúnaðar fyrir matvælavinnslur. Öll aðstaða til hönnunar og smíði búnaðarins er samkvæmt ströngustu kröfum. Boðið er uppá framleiðslu úr AISI304 og AISI316 ryðfrýju stáli.

Hikið ekki við að hafa samband við sölumenn LAVANGO ehf og látið okkur aðstoða við val á hentugri lausn fyrir þitt fyrirtæki.

LAVANGO ehf býður sjálfvirk lagerkerfi og Krana og frá ítalska fyrirtækinu Spaggiari.
Spaggiari séhæfir sig í framleiðslu á krönum og sjálfvirkum lagerkerfum.
Sjálfvirk lagerkerfi eða handstýrð kerfi og kranar fyrir stóra þunga hluti svo sem túrbínur virkjanna, álkefli, stálbita og annað.
Kerfin frá Spaggiari eru sérhönnuð fyrir viðskiptavini okkar.