Ultra Aqua Vatnshreinsibúnaður

LAVANGO ehf býður lausnir til vatnshreinsunar frá danska fyrirækinu ULTRAAQUA. Fyrirtækið er meðal fremstu framleiðenda í heiminum á vatnshreinsibúnaði sem nýtir útfjólubláa geislatækni (Ultra Violet) sem bæði eyða og gera óvirkar óæskilegar örverur sem finna má bæði í ferskvatni og sjó. Þar má nefna bakteríur, gerla, myglu og aðra sjúkdómsvalda sem bæði vatn og sjór getur borið með sér. Ultraaqua hefur þegar selt meira en 1000 kerfi um allan heim á síðastliðnum 10 árum.

Við hönnun allra kerfa frá Ultraaqua er horft til eftirfarandi þátta:

· Vatns- og orkusparandi

· Notendavæn

· Alsjálfvirk með lágmarksþörf á viðhaldi

· Hágæða íhlutir til að hámarka líftíma kerfa

· Möguleika á þjálfun í notkun kerfa, þjónustusamninga, fjarstuðning

· Hönnuð að þínum þörfum og stækkanleg

Lausnir Ultraaqua ná til hreinsunar á drykkjarvatni,sjó, frárennslisvatns, og vatns sem ætlað er í iðnaði. Við val á búnaði þarf að taka tillit til þess hve mikið magn þarf að hreinsa á klst, vatnsþrýsting og hvort um sé að ræða lokaða eða opna vatnsrás.

Hikið ekki við að hafa samband við sölumenn LAVANGO ehf og látið okkur aðstoða við val á hentugri lausn fyrir þitt fyrirtæki.
Smelltu til að skoða vörulistann