Þrifalausnir

LAVANGO ehf býður þrifalausnir frá framleiðandanum Elpress í Hollandi. Elpress hefur hannað og framleitt þrifakerfi og lausnir síðan 1976. Einkunnarorð félagsins eru „ástríða fyrir hreinlæti“

Hafið samband við sölumenn LAVANGO ehf og látið okkur aðstoða við hönnun og val á hentugri lausn fyrir þína vinnslu. Við byggjum á áratuga reynslu starfsmanna við val og útfærslur á þrifalausnum.

Þrifalausnum Elpress má skipta í þrjá meginflokka:

Aðgangsstýrð hreinsistöð

Aðgangsstýrð þrif við inngang í framleiðslurými. Skilvirkt hreinlæti starfsfólks má ekki vanmeta, sérstaklega ekki í matvælaframleiðslu þar sem gerla- og smithætta getur verið hættuleg neytandanum. Þrifalausnirnar frá Elpress geta átt mikinn þátt í að draga úr slíkri áhættu.
Smelltu til að skoða vörulista yfir Aðgangsstýrð þrif við inngang í framleiðslurými

Elpress Þrifalausnir

Lágþrýst þrifakerfi fyrir vinnslurými. Kerfin byggja á stöðluðum einingum sem hægt er að velja saman og mynda þannig heildarlausn við þrif á vinnslubúnaði. Kerfin byggja á stöðluðum einingum sem hægt er að velja saman og mynda þannig heildarlausn við þrif á vinnslubúnaði. Þrifakerfin frá Elpress nýta einstaklega vel bæði vatn, sápuefni og orku, þarfnast lítils viðhalds og eru auðveld í notkun. Við hönnum hentuga lausn í vinnslurými eftir stærð þess, kröfu um fjölda notenda og þrifakröfur. Lausnirnar samanstanda af búnaði sem hreinsa, kvoða og drepa bakteríur í vinnslurýmum. Sérstök áhersla er á að kerfin séu notendavæn.

Smelltu til að skoða vörulista yfir þrifakerfi fyrir vinnslurými

karaþvottavél
Kassa og karaþvottur. Kassa og karaþvottavélar fyrir iðnað þar sem afkastakrafa, vatns - og sápunýting ásamt miklum gæðum í þrifum skipta máli.

Smelltu til að skoða vörulista yfir Kassa- og karaþvottavélar