Gelmottur
Kolefnissporið minnkað með ICEPACK XL gelmottunum.
Við Íslendingar eigum mikið af hreinu og góðu vatni og er það kannski óþarft að vera að flytja það með bílum á milli landshluta eða geyma það á lager uppi í hillum með tilheyrandi umstangi og plássþörf.
13 kg kassi af Icepack XL verður að 500 kg af gelmottum og hefur sömu kæligetu og 700 kg af flöguís.
ICEPACK XL gelmotturnar eru afhentar sem fisléttar, þurrar arkir - allt upp í 2400 stykki saman í 10-13 kg 40x40x40 cm. stórum kössum. Þegar nota á gelmotturnar eru þær lagðar í kar með vatni og látnar liggja þar í um 10 mínútur. Á þessum stutta tíma soga þær sjálfkrafa í sig vatn sem breytist í gel inni í mottunum.
Mottunum er svo raðað í minni kassa (td. flakakassa) og settar í frysti. Einnig er hægt að keyra þeim í gegnum lausfrysti ef mikið liggur á. Að lokum eru gelmottunum raðað ofan á ferska fiskinn eins og hefðbundnum gelmottum.
ICEPACK XL motturnar eru til á rúllum og einnig í eftirfarandi stærðum:
28 x 40 cm (800 Gr. Gel)
28 x 20 cm (400 Gr. Gel)
14 x 40 cm (400 Gr. Gel)
14 x 20 cm (200 Gr. Gel)
Hafið samband við sölumenn LAVANGO ehf og látið okkur aðstoða við hönnun og val á hentugri lausn fyrir þinn rekstur.