Karaþvottavél

Karaþvottavélar

LAVANGO ehf er umboðsaðili Semi Staal á Íslandi. Við bjóðum karaþvottavélar frá Semi Staal sem reynst hafa mjög vel í fiskvinnslum á Íslandi og í matvælavinnslum í Skandinavíu.

Semi Staal er rótgróið fjölskyldufyrirtæki með yfir 45 ára reynslu í þrifalausnum. Semi Staal hefur frá stofnun þróað og hannað fjölbreytt úrval af þvotta- og flutningslausnum fyrir meðhöndlun á körum, grindum og kössum og hafa selt yfir 300 kerfi í sjávarútvegi.

Semi Staal er leiðandi á sviði meðhöndlunar þvottakerfa í sjávarútvegi.

Hafið samband við sölumenn LAVANGO ehf og látið okkur aðstoða við hönnun og val á lausn sem hentar þínum þörfum.