Nock roðflettivél

Roðfléttivélar

LAVANGO ehf býður roðflettivélar frá framleiðandanum Nock í Þýskalandi. Hér er um hágæða þýska framleiðslu að ræða frá fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í hönnun og framleiðslu á roðfletti- og kjötvinnsluvélum frá árinu 1990. Roðflettivélarnar eru fáanlegar fyrir mismunandi roðþykktir og tegundir á borð við þorsk, ýsu, steinbít, ufsa, keilu, löngu, kola, lax og bleikju. Eitt af aðalsmerkjum Nock hefur verið að hanna sérstaka gerð véla fyrir viðkvæmt hráefni en þær byggja á einstakri tækni sem frystir roð um leið og það er skilið frá fiskflakinu. Einnig hefur Nock uppá að bjóða mikið úrval kjötvinnsluvéla.

Smelltu hér fyrir neðan til að skoða vörulista.

Hafið samband við sölumenn LAVANGO ehf og látið okkur aðstoða við hönnun og val á lausn sem hentar þínum þörfum.