Um Okkur

LAVANGO ehf er fyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu á búnaði og þjónustu fyrir Íslenska fiskframleiðendur til lands og sjávar. Viðskiptavinir okkar eru aðallega útgerðir báta og skipa, fiskvinnslur og fiskeldisfyrirtæki í framleiðslu á laxi og bleikju. LAVANGO ehf býður einnig íslenskum vélaframleiðendum sérsmíði á þeirra vörum og afhendir þær á Íslandi eða beint til erlendra viðskiptavina þeirra. Með þessu sparast bæði tími og kostnaður. Að auki hefur LAVANGO ehf söluumboð á Íslandi frá fyrirtækjum sem hafa boðið búnað fyrir matvælavinnslu og má þar nefna; 

  • Ultra Aqua vatnshreinsibúnað frá Danmörku 

  • Þrifalausnir og aðgangsstýringar frá Elpress í Hollandi

  • Fiskeldisljós frá Philips í Hollandi

  • Karaþvottavélar frá Semi Staal í Danmörku 

  • Vakúmdælur og flokkara fyrir uppsjávariðnað, vinnsluskip og fiskeldi frá Euskan

  • Lausfrysta frá CT-International í Danmörku

  • Nock roðflettivélar frá Þýskalandi

  • Radwag vogir frá Póllandi

  • Icepack gelmottur frá Hollandi.

Starfsmenn LAVANGO ehf hafa margra ára reynslu í sjávarútvegi og leggja metnað sinn í að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu.

Steinar Már Sveinsson, sölustjóri Lavango á Íslandi er fæddur í Reykjavík en bjó í Svíþjóð á uppvaxtarárum. Hann er rafvirki og flugvirki að mennt og hefur víðtæka reynslu í viðhaldi og uppsetningu á vélum, raf- og tækjabúnaði.

Sími: 869-1221

Netfang: steinar[@]lavango.is

Birkir Guðlaugsson, þjónustustjóri Lavango á Íslandi er fæddur og uppalinn á Akranesi. Hann er vélvirki að mennt og hefur víðtæka reynslu af smíðum og uppsetningu af allskyns búnaði bæði fyrir sjávarútveg sem og stóriðju. 

Sími: 899-7473

Netfang: birkir[@]lavango.is

Kristján Karl Aðalsteinsson er fæddur og uppalinn í Bolungarvík en flutti á unglingsárum sínum til Danmerkur þar sem hann lagði stund á nám í útflutnings og markaðsfræði í Óðinsvéum. Kristján starfaði um árabil bæði í Danmörku og Þýskalandi og eftir heimkomuna 2010 hefur hann starfað við ráðgjöf, sölu og markaðsmál tengdum sjávarútvegi. 

Sími: 696-0008

Netfang: kristjan[@]lavango.is

Vygandas Srébalius er fæddur og uppalinn í Litháen. Hann hefur um árabil starfrækt fyrirtæki í framleiðslu á vélum og tækjum fyrir kröfuharða matvælaframleiðendur víðsvegar í Evrópu. Hann er menntaður frá tækniskólanum í Klaipeda og stýrir fyrirtækinu Lavango Group í Litháen sem framleiðir vélar og búnað ásamt því að vera svæðissölustjóri á völdum mörkuðum.