Fiskeldisljós

LAVANGO ehf er umboðsaðili fiskeldisljósa frá Philips í Hollandi. Við bjóðum fiskeldisljós bæði fyrir landeldi og sjókvíar. 

Philips er stofnað árið 1891 og er einn stærsti framleiðandi í heiminum á raftækjum og ljósbúnaði og hefur verið leiðandi á því sviði á undanförnum áratugum.

Philips fiskeldisljósin eru einstaklega endingargóð og eru gerð úr málmblöndum sem standast ýtrustu kröfur í fiskeldi. Þau krefjast lágmarks viðhalds á vélbúnaði, engin lampaskipti og ef þess er óskað er hægt að skipta köplum og rafskautum auðveldlega út. Jafnvel er hægt að veita viðhald og uppfærslur á hugbúnaði í fjarþjónustu. 

Philips fiskeldisljósin eru díóðuljós (e. LED) sérstaklega sniðin að þörfum klakstöðva og seiðaeldisstöðva bæði á landi og sjó og hefur verið þróuð í nánu samstarfi við háskóla og stofnanir. Ljósin innihalda fullkomnustu LED díóðurnar og stýringar úr bestu mögulegu sjávarþolnu efnum sem tryggir endingu við erfiðar aðstæður.

  • 15% minni dánartíðni 

  • Draga verulega úr útsetningu fyrir laxalús, þökk sé einstakri birtudreifingu -> skilar sér í minni meðferð gegn laxalús

  • Lágmarks viðhald

  • Engin lampaskipti

  • Mikil orkunýtni -> hagkvæmari framleiðsla


Hafið samband við sölumenn LAVANGO ehf og látið okkur aðstoða við hönnun og val á lausn sem hentar þínum þörfum.